Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 10. september 2025 19:58
Brynjar Ingi Erluson
Cecilía og Karólína í góðri stöðu
Kvenaboltinn
Cecilía og Karólína eru komnar langleiðina í Evrópubikarinn
Cecilía og Karólína eru komnar langleiðina í Evrópubikarinn
Mynd: Internazionale
Landsliðskonurnar Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, sem leika með Inter á Ítalíu, eru komnar með annan fótinn í 2. umferð í forkeppni Evrópubikarsins eftir 4-1 sigur á Hibernian í Mílanó í kvöld.

Inter var sent í 1. umferð í forkeppni Evrópubikarsins eftir að hafa dottið út í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Cecilía og Karólína voru báðar í byrjunarliði Inter sem fór nokkuð létt með Hibernian.

Inter fór með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn og skoraði liðið tvö mörk til viðbótar í þeim síðari.

Karólína fór af velli á 61. mínútu leiksins á meðan Cecilía lék allan leikinn á milli stanganna.

Liðin mætast öðru sinni eftir viku á heimavelli Hibernian í Edinborg í Skotlandi. Sigurvegarinn fer áfram í 2. umferð Evrópubikarsins, sem má í raun kalla umspil um sæti í 16-liða úrslitin.
Athugasemdir