Besta deildin er í fullum gangi og deildin hefur sjaldan eða aldrei verið jafn spennandi bæði á toppi og botni.
Besta deildin hefur gefið út skemmtilega auglýsingu fyrir deildina sem er að hefjast aftur núna eftir landsleikjahlé.
Besta deildin hefur gefið út skemmtilega auglýsingu fyrir deildina sem er að hefjast aftur núna eftir landsleikjahlé.
Sigurður Bjartur Hallsson, eða Siggi Hall eins og hann er stundum kallaður, hefur verið sjóðandi heitur með FH að undanförnu. Sumir myndu segja að hann hafi verið að 'cooka' eða 'elda'.
Í nýjustu auglýsingunni er svolítið leikið með orðin en stjörnukokkinum Sigga Hall bregður fyrir í auglýsingunni.
„Þú ert búinn að standa þig ágætlega drengur en þú veist að það er bara einn Siggi Hall," segir kokkurinn við Sigurð Bjart.
Auglýsinguna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir