Danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen er loksins búinn að finna sér nýtt félag eftir að hafa yfirgefið Manchester United fyrr í sumar.
Hann er á leið til þýska úrvalsdeildarfélagsins Wolfsburg en það var Tipsbladet sem greindi fyrst frá.
Hann er á leið til þýska úrvalsdeildarfélagsins Wolfsburg en það var Tipsbladet sem greindi fyrst frá.
Wolfsburg hefur náð samkomulagi við Eriksen og verið að klára smáatriði fyrir skipti hans.
Peter Christiansen er yfirmaður fótboltamála hjá Wolfsburg en hann er danskur og þekkir til Eriksen.
Eriksen, sem er 33 ára, hefur að undanförnu verið að æfa með Malmö í Svíþjóð en hann er núna að skrifa undir hjá nýju félagi.
Athugasemdir