Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
   þri 09. september 2025 19:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimir undir mikilli pressu eftir slæmt tap - „Tek þetta á mig"
Mynd: EPA
Írland tapaði óvænt gegn Armeníu í undankeppni HM í dag. Armenía er í 105. sæti á heimslistanum en Írland er í 60. sæti.

Liðið er með eitt stig eftir tvær umferðir en liðið gerði jafntefli gegn Ungverjalandi í fyrstu umferð. Heimir Hallgrímsson er landsliðsþjálfari Írlands en hann er undir pressu eftir úrslitin í þessum glugga.

„Þetta þarf að vera fullkomið hér eftir. Það er erfiitt að vera bjartsýnn eftir þessa frammistöðu að við förum til Portúgal og vinnum," sagði Heimir

„Nánast allt fór úrskeiðis. Við vorum ekki góðir varnarlega og gerðum mörg mistök með boltann. Þeir hraðir í skynisóknum og unnu sanngjarnan sigur."

„Ég tek þetta á mig. En þetta eru sömu leikmennirnir sem við vorum ánægðir með gegn Búlgaríu og í seinni hálfleik gegn Ungverjalandi. Við þurfum að líta inn á við og sjá hvað við getum gert öðruvísi;" sagði Heimir að lokum.



Athugasemdir
banner