Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
   þri 09. september 2025 22:18
Kári Snorrason
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland mátti þola grátlegt 2-1 tap gegn Frakklandi á Prinsavöllum í París fyrr í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson, lék allan leikinn og var til viðtals að honum loknum.

Lestu um leikinn: Frakkland 2 -  1 Ísland

„Auðvitað fengu þeir sín færi, Elías var frábær og við vorum í heildina mjög góðir. Fótbolti er leikur smáatriða, smáatriðin í dag voru að þeir fengu víti og seinna markið er eitthvað sem eru okkar smáatriði.“

„Það er ótrúlega margt sem er hægt að taka út frá þessu og sýnir hvað við erum á góðri vegferð. Eins og ég segi við töpum leiknum út frá smáatriðum, hvort sem það eru við, þeir eða dómarinn fótboltinn er stundum svona.“


Guðlaugur er búinn að sjá annað mark Frakklands aftur.
„Mér finnst að ég eigi að fara með honum. Við stöndum frekar hátt og hann er með frían fót, þarna eigum við kannski að vera ansi neðarlega. Sverrir ákveður að hoppa upp í línu við Danna og ég bregst aðeins of seint við það. Mbappe er örugglega fljótasti leikmaður heims, en ég er nógu hraður til að díla við það líka og reyna ýta honum út.“

Viðtalið við Guðlaug má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner