
Ísland mátti þola grátlegt 2-1 tap gegn Frakklandi á Prinsavöllum í París fyrr í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson, lék allan leikinn og var til viðtals að honum loknum.
Lestu um leikinn: Frakkland 2 - 1 Ísland
„Auðvitað fengu þeir sín færi, Elías var frábær og við vorum í heildina mjög góðir. Fótbolti er leikur smáatriða, smáatriðin í dag voru að þeir fengu víti og seinna markið er eitthvað sem eru okkar smáatriði.“
„Það er ótrúlega margt sem er hægt að taka út frá þessu og sýnir hvað við erum á góðri vegferð. Eins og ég segi við töpum leiknum út frá smáatriðum, hvort sem það eru við, þeir eða dómarinn fótboltinn er stundum svona.“
Guðlaugur er búinn að sjá annað mark Frakklands aftur.
„Mér finnst að ég eigi að fara með honum. Við stöndum frekar hátt og hann er með frían fót, þarna eigum við kannski að vera ansi neðarlega. Sverrir ákveður að hoppa upp í línu við Danna og ég bregst aðeins of seint við það. Mbappe er örugglega fljótasti leikmaður heims, en ég er nógu hraður til að díla við það líka og reyna ýta honum út.“
Viðtalið við Guðlaug má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir