
Bræðurnir Daníel Tristan og Andri Lucas Guðjohnsen eru báðir í byrjunarliði Íslands sem mætir Frökkum á Prinsavöllum í kvöld.
Um annan leik Daníels er að ræða fyrir A-landsliðið, frumraunin kom í sigrinum gegn Aserbaísjan á föstudag þegar Daníel kom inn á fyrir bróður sinn. Andri Lucas er að spila inn 36. landsleik í dag, hann var líka í byrjunarliðinu gegn Aserum.
Um annan leik Daníels er að ræða fyrir A-landsliðið, frumraunin kom í sigrinum gegn Aserbaísjan á föstudag þegar Daníel kom inn á fyrir bróður sinn. Andri Lucas er að spila inn 36. landsleik í dag, hann var líka í byrjunarliðinu gegn Aserum.
Það eru rúmlega tvö og hálft ár síðan Guðjohnsen bræður deildu saman velli með landsliðinu. Það var í vináttuleik gegn Eistlandi í janúar 2023 og þá voru það þeir Sveinn Aron og Andri Lucas sem spiluðu saman síðustu 25 mínúturnar og Andri Lucas skoraði jöfnunarmark Íslands undir lok leiks úr vítaspyrnu.
Daníel Tristan er fæddur árið 2006 og Andri Lucas er fæddur árið 2002. Daníel er byrjunarliðsmaður sænsku meistaranna í Malmö og Andri Lucas var á dögunum keyptur frá belgíska félaginu Gent til enska félagsins Blackburn.
Leikurinn gegn Frökkum byrjar klukkan 18:45.
Athugasemdir