Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
   fim 11. september 2025 19:34
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeild kvenna: Diljá byrjaði í sigri gegn Man Utd
Sædís lagði upp
Kvenaboltinn
Mynd: Brann
Mynd: EPA
Mynd: Twente
Það var nóg um að vera í Meistaradeild kvenna í dag þar sem Diljá Ýr Zomers var í byrjunarliði Brann á heimavelli gegn Manchester United.

Liðin mætast í úrslitaleikjum um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og hafði Brann betur í dag, 1-0 lokatölur.

Diljá spilaði fyrri hálfleikinn og fékk Brenna Lovera síðasta hálftímann í sigurliði Brann, sem heimsækir Manchester að viku liðinni.

Sædís Rún Heiðarsdóttir kom þá inn af bekknum og lagði upp í sigri Vålerenga gegn Ferencvaros í Noregi.

Sædís kom inn á 63. mínútu í stöðunni 1-0 og urðu lokatölur 3-0. Vålerenga er því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn í Ungverjalandi.

Amanda Jacobsen Andradóttir sat þá á bekknum og horfði stöllur sínar í byrjunarliði Twente leggja Katowice þægilega að velli í Póllandi, á meðan Fanney Inga Birkisdóttir sat á bekknum hjá BK Häcken þar sem hún er varamarkvörður.

Häcken gerði 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Atlético Madrid og getur búist við mjög erfiðum seinni leik á útivelli.

Í öðrum úrslitum kvöldsins sigraði Real Madrid á útivelli gegn Eintracht Frankfurt á meðan Paris FC gerði markalaust jafntefli við Austria frá Vínarborg í París.

Brann 1 - 0 Man Utd
1-0 Ingrid Stenevik ('30)

Valerenga 3 - 0 Ferencvaros
1-0 K. Saevik ('52)
2-0 M. Kovacs ('66)
3-0 S. Horte ('94)

Katowice 0 - 4 Twente

Hacken 1 - 1 Atletico Madrid

Frankfurt 1 - 2 Real Madrid

Paris 0 - 0 Austria Vienna

Athugasemdir