Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
   þri 09. september 2025 23:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Sýn Sport 
Hákon Arnar: Kommon, hann er 190 sm og 95 kíló
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það voru blednar tilfinningar hjá íslenska landsliðinu í kvöld eftir naumt tap gegn Frakklandi ytra í undankeppni HM. Hákon Arnar Haraldsson, fyrirliði Íslands, ræddi við Sýn Sport eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Frakkland 2 -  1 Ísland

„Ógeðslega svekktir. Stigið er eiginlega tekið af okkur hérna úti á móti Frökkum. Það hefði verið geggjað. Ógeðslega flott frammistaða og við fáum ekk neitt fyrir það. Við græðum helling á þessu, við töluðum um að við ætluðum að gefa þeim leik og við gerðum það svo sannarlega," sagði Hákon.

Mark var tekið af Andra Lucasi Guðjohnsen undir lokin. Dómarinn skoðaði það í VAR og dæmdi markið af þar sem hann taldi að Andri hafi brotið á Ibrahima Konate. Hákon ræddi við dómarann.

„Hann vildi meina að Andri togi í hann og rífi hann til baka. Konate er 190 sm og 95 kíló, kommon, mér finnst þetta galið."

Ísland mætir Úkraínu og Frakklandi á Laugardalsvelli í næsta mánuði.

„Vonandi getum haldið áfram og fengið fleiri á völlinn. Þetta eru tveir heimaleikir, ég er strax orðinn spenntur að spila heima aftur. Við þurfum bara að halda áfram og byggja ofan á þetta," sagði Hákon.
Athugasemdir
banner