Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 10. september 2025 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Bournemouth lánar miðjumann til Sádi-Arabíu
Romain Faivre í leik með Brest á síðatsa tímabili
Romain Faivre í leik með Brest á síðatsa tímabili
Mynd: EPA
Franski miðjumaðurinn Romain Faivre er á leið til sádi-arabíska félagsins Al- Taawoun á láni út leiktíðina.

Faivre er 26 ára gamall og verið á mála hjá Bournemouth frá 2023.

Hann spilaði sex leiki fyrri hlutann á fyrsta tímabili sínu, en var síðan lánaður til Lorient í janúar.

Sumarið 2024 fór hann aftur til Frakklands á láni en þá til Meistaradeildarliðs Brest.

Favire er greinilega ekki í framtíðaráhorfum Bournemouth því hann er nú enn og aftur á leið frá félaginu á láni en í þetta sinn til Al-Taawoun í Sádi-Arabíu.

Sádarnir eiga möguleika á að gera skiptin varanleg fyrir 8,7 milljónir punda.

Frakkinn er mættur til Sádi-Arabíu og gert ráð fyrir að hann verði kynntur á næsta sólarhringnum.
Athugasemdir