Varnarmaðurinn Aymeric Laporte er kominn aftur heim til Athletic Bilbao eftir sjö og hálfs árs fjarveru.
Laporte gekk upprunalega til liðs við Athletic þegar hann var aðeins 16 ára gamall og átti eftir að verða algjör lykilmaður þar til Manchester City keypti hann í janúar 2018 fyrir metfé.
Hann var í fimm og hálft ár í Manchester og vann allt mögulegt með félaginu áður en hann skipti yfir til Al-Nassr í Sádi-Arabíu fyrir tveimur árum.
Hann gerði flotta hluti í Arabíu en var byrjaður að sakna Spánar og ákvað því að snúa aftur heim.
Laporte er 31 árs gamall og gerir þriggja ára samning við Athletic.
10.09.2025 15:30
Laporte staddur í Bilbao en fær hann félagaskipti?
???? @Laporte
— Athletic Club (@Athletic_en) September 11, 2025
“I'm very happy to be back at San Mames. Thank you for your support, Athleticzales!”#OngiEtorriLaporte #AthleticWIN ???? pic.twitter.com/uMLNYiYu4V
Athugasemdir