Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fim 11. september 2025 21:24
Kjartan Leifur Sigurðsson
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það sem við gerðum extra vel var einbeitingin og vinnusemin í liðinu. Maður sá frá fyrstu mínútu að menn ætluðu sér sigur," segir Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, eftir 3-0 sigur á Breiðabliki.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  0 Breiðablik

Skagamenn hafa setið sem fastast við botninn og gera enn en sigur kvöldsins gefum þeim þó von.

„Þetta er búið að vera erfið ein og hálf vika eftir tapið í Eyjum þar sem vantaði vinnusemi og baráttuna. það var mjög gaman að sjá það hér í kvöld."

Rúnar Már Sigurjónsson spilaði í öftustu línu í dag og stóð sig prýðisvel. Hann er oftar en ekki á miðjunni.

„Þetta er annar leikurinn sem hann spilar í hafsent. Ég ætla ekki að segja að þetta sé súrsætt fyrir mig að miðjumenn fari niður og pakki þessari stöðu saman en það fyrsta sem hann sagði við mig eftir leik var að þetta væri mjög auðveld staða. Yfirleitt getur maður ekki hoppað í aðra stöðu og leyst hana svo vel nema maður sé með þá reynslu sem Rúnar er með."

Jonas Gemmer var utan hóps í dag en hann hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína upp á síðkastið.

„Hann er ekki meiddur, þetta er vegna persónulegra ástæðna. Hann þurfti að fara til Danmerkur og ég get ekki sagt meira um það."

Skagamenn eru nú fimm stigum frá öruggu sæti.

„Þessi sigur gerði voða lítið annað en að halda í okkur lífi. Við eigum leik núna á mánudag gegn Aftureldingu og ef við vinnum þá förum við upp úr neðsta sætinu. Það er gulrót fyrir okkur."
Athugasemdir
banner
banner