Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 11. september 2025 21:24
Kjartan Leifur Sigurðsson
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það sem við gerðum extra vel var einbeitingin og vinnusemin í liðinu. Maður sá frá fyrstu mínútu að menn ætluðu sér sigur," segir Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, eftir 3-0 sigur á Breiðabliki.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  0 Breiðablik

Skagamenn hafa setið sem fastast við botninn og gera enn en sigur kvöldsins gefum þeim þó von.

„Þetta er búið að vera erfið ein og hálf vika eftir tapið í Eyjum þar sem vantaði vinnusemi og baráttuna. það var mjög gaman að sjá það hér í kvöld."

Rúnar Már Sigurjónsson spilaði í öftustu línu í dag og stóð sig prýðisvel. Hann er oftar en ekki á miðjunni.

„Þetta er annar leikurinn sem hann spilar í hafsent. Ég ætla ekki að segja að þetta sé súrsætt fyrir mig að miðjumenn fari niður og pakki þessari stöðu saman en það fyrsta sem hann sagði við mig eftir leik var að þetta væri mjög auðveld staða. Yfirleitt getur maður ekki hoppað í aðra stöðu og leyst hana svo vel nema maður sé með þá reynslu sem Rúnar er með."

Jonas Gemmer var utan hóps í dag en hann hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína upp á síðkastið.

„Hann er ekki meiddur, þetta er vegna persónulegra ástæðna. Hann þurfti að fara til Danmerkur og ég get ekki sagt meira um það."

Skagamenn eru nú fimm stigum frá öruggu sæti.

„Þessi sigur gerði voða lítið annað en að halda í okkur lífi. Við eigum leik núna á mánudag gegn Aftureldingu og ef við vinnum þá förum við upp úr neðsta sætinu. Það er gulrót fyrir okkur."
Athugasemdir
banner