Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 10. september 2025 23:30
Brynjar Ingi Erluson
Mainoo lengi haft áhyggjur af framtíð sinni
Mynd: EPA
Kobbie Mainoo, miðjumaður Manchester United, hefur lengi verið áhyggjufullur um framtíð sína hjá félaginu, en þetta herma heimildir ESPN.

Mainoo, sem kemur úr akademíu United, bað um að fara á láni í glugganum en félagið hafnaði beiðni hans.

Englendingurinn skaust hratt upp á stjörnuhimininn. Stuðningsmenn sáu hann sem framtíðarstjörnu eftir að hafa hjálpað liðinu að vinna enska bikarinn.

En frammistaða hans undanfarið ár hefur verið áhyggjuefni fyrir bæði hann og félagið.

Mainoo hefur ekki átt fast sæti í liði Ruben Amorim síðan Portúgalinn tók við á síðasta ári og segir ESPN að föruneyti Mainoo hafi fundað með félaginu um stöðu hans.

Undir lok gluggans greip um sig örvænting, Mainoo óskaði eftir því að fara en var tjáð að það væri enginn möguleiki á því.

Miðjumaðurinn er hræddur um að missa af HM á næsta ári og vill komast annað í leit að fleiri mínútum en þær dyr gætu opnast að nýju um áramótin.

Mainoo átti flott Evrópumót með Englendingum árið 2024 er þeir komust í úrslit gegn Spánverjum, Síðan þá hefur hann aðeins spilað einn leik, gegn Írum í Þjóðadeildinni í september á síðasta ári.
Athugasemdir
banner