Portúgalski leikmaðurinn Otavio hefur fært sig um set í Sádi-Arabíu en hann er kominn til Al Qadsiah frá Al Nassr.
Otavio er þrítugur sóknartengiliður sem hefur spilað með Al Nassr síðustu tvö tímabil.
Hann gerði garðinn frægan hjá Porto þar sem hann vann sér sæti í A-landsliði Portúgal áður en hann skipti yfir til Al Nassr.
Á þessum tveimur tímabilum skoraði hann 12 mörk fyrir Al Nassr, en nú er hann kominn til keppinauta þeirra í Al Qadsiah.
Otavio gerði tveggja ára samning með möguleika á að framlengja um annað ár.
???????????????? Otávio, unveiled today as new Al Qadsiah player joining from Al Nassr.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 9, 2025
Deal completed by Lian Sports Group. pic.twitter.com/V3MQYshTgQ
Athugasemdir