Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
   fim 11. september 2025 16:15
Kári Snorrason
Magnaður viðsnúningur Hamars - „Menn voru ekki í helli þrátt fyrir að útlitið væri kolsvart“
Ólafur Hrannar Kristjánsson.
Ólafur Hrannar Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Viðsnúningur Hamars er ein af sögum sumarsins.
Viðsnúningur Hamars er ein af sögum sumarsins.
Mynd: Guðmundur Karl/Sunnlenska.is
Hamar bjargaði sér frá falli úr 4. deild eftir magnaðan endasprett í deildinni. Ólafur Hrannar Kristjánsson tók við Hamri þegar liðið var einungis með tvö stig þegar sex leikir voru eftir. Liðið vann síðustu fimm leiki sína og endaði í 7. sæti.

„Þetta er skemmtilegur hópur og grunnurinn var til staðar. Það þurfti klárlega að laga varnarleikinn og fækka mistökum fyrir framan markið okkar. Á meðan strákarnir voru trúir því sem við vorum að gera náðum við að bæta ofan á það. Hópurinn hoppaði um borð og allir fóru að róa í sömu átt, þá geta ótrúlegir hlutir gerst,“ segir Ólafur í samtali við Fótbolti.net

Hann segir hópinn ekki hafa misst trúna þrátt fyrir að liðið væri í nánast ómögulegri stöðu.

„Þegar ég mætti þá leit þetta ekki út fyrir að menn væru komnir í einhvern helli þrátt fyrir að útlitið væri kolsvart. Strákarnir sem eru hérna finnst gaman í fótbolta. Þeir mættu á æfingar með bros á vör og fannst gaman að hittast. Um leið og fyrsti sigurinn kom þá áttuðu þeir sig á að fótboltinn væri jafnvel ennþá skemmtilegri þegar þú vinnur fótboltaleiki.“

Þá hrósar Óli Hrannar jafnframt leikmönnum og fólkinu í kringum klúbinn í hástert. Hann segir tækifæri fyrir félagið að lyfta sér á hærri pall í fótboltanum.

Ólafur Hrannar var látinn taka poka sinn frá Leikni R. í upphafi sumars og fór nokkuð óvænt til Hamars.

„Vinur minn fyrir norðan, Siggi Höskulds heyrir í mér. Hann þekkir eitthvað í kringum félagið og hafði mig í huga. Ég ákvað að skella mér á fund og ákvað að kíkja á þetta, þar sem þetta heillaði. Mikið af rótgrónum leikmönnum og engir málaliðar. Þetta var átta vikna samningur, ég hafði engu að tapa og ekki félagið heldur. Þetta var samstarf sem virkaði mjög vel.“
4. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KÁ 18 13 5 0 78 - 25 +53 44
2.    KH 18 11 3 4 45 - 27 +18 36
3.    Árborg 18 9 6 3 43 - 32 +11 33
4.    Elliði 18 8 5 5 38 - 33 +5 29
5.    Vængir Júpiters 18 6 7 5 35 - 39 -4 25
6.    Álftanes 18 6 3 9 29 - 38 -9 21
7.    Hamar 18 5 3 10 33 - 38 -5 18
8.    Hafnir 18 5 1 12 32 - 49 -17 16
9.    KFS 18 5 1 12 31 - 65 -34 16
10.    Kría 18 3 4 11 28 - 46 -18 13
Athugasemdir
banner