Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
   þri 09. september 2025 17:36
Kári Snorrason
Byrjunarlið Íslands gegn Frökkum: Daníel Tristan með bróður sínum frammi
Icelandair
Daníel Tristan byrjar með bróður sínum Andra Lucas í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Ísland.
Daníel Tristan byrjar með bróður sínum Andra Lucas í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Ísland.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Arnar gerir tvær breytingar frá leiknum gegn Aserbaídsjan.
Arnar gerir tvær breytingar frá leiknum gegn Aserbaídsjan.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Íslenska landsliðið mætir Frakklandi á Prinsavöllum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á SÝN og í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.

Arnar Gunnlaugsson gerir tvær breytingar á byrjunarliði Íslands frá 5-0 sigri gegn Aserbaídsjan síðastliðinn föstudag.

Albert Guðmundsson meiddist í leiknum gegn Aserbaídsjan og ferðaðist ekki með liðinu til Frakklands. Í hans stað kemur Daníel Tristan Guðjohnsen og spilar sinn fyrsta landsleik í byrjunarliði Íslands.

Þá tekur Stefán Teitur Þórðarsson sér sæti á bekknum og kemur Mikael Neville Andersson inn fyrir hann á miðjunni.



Athugasemdir
banner