
Íslenska landsliðið mætir Frakklandi á Prinsavöllum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á SÝN og í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.
Arnar Gunnlaugsson gerir tvær breytingar á byrjunarliði Íslands frá 5-0 sigri gegn Aserbaídsjan síðastliðinn föstudag.
Albert Guðmundsson meiddist í leiknum gegn Aserbaídsjan og ferðaðist ekki með liðinu til Frakklands. Í hans stað kemur Daníel Tristan Guðjohnsen og spilar sinn fyrsta landsleik í byrjunarliði Íslands.
Þá tekur Stefán Teitur Þórðarsson sér sæti á bekknum og kemur Mikael Neville Andersson inn fyrir hann á miðjunni.

Athugasemdir