Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 10. september 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Djed Spence skráði sig í sögubækurnar
Djed Spence.
Djed Spence.
Mynd: EPA
Bakvörðurinn Djed Spence skráði sig í sögubækurnar í gær þegar hann varð fyrsti músliminn til að spila A-landsleik fyrir Englands hönd.

Hann kom inn á sem varamaður í gær þegar England vann sannfærandi sigur á Serbíu á útivelli. Var hann þá að spila sinn fyrsta A-landsleik.

„Þetta kemur mér á óvart, ég vissi ekki að ég væri sá fyrsti," sagði Spence eftir leikinn aðspurður út í tilfinninguna að vera fyrsti músliminn til að spila A-landsleik með Englandi.

„Það er gaman að skrifa söguna og vonandi er ég innblástur fyrir unga krakka. Þau geta gert það sem ég er að gera."

Trúin er mjög mikilvæg fyrir Spence en hann birtir reglulega trúarleg skilaboð á samfélagsmiðlum sínum.
Athugasemdir