Pólski markvörðurinn Lukasz Fabianski er mættur aftur til West Ham aðeins nokkrum mánuðum eftir að hafa yfirgefið félagið.
Samningur Fabianski rann út eftir tímabilið og kvaddi hann stuðningsmenn eftir að hafa eytt sjö árum hjá Lundúnafélaginu.
Á dögunum gekk Wes Foderingham í raðir Aris í Grikklandi og þar sem Fabianski var enn án félags fannst þeim það henta frábærlega að fá leikmann sem þekkir félagið inn og út.
Fabianski skrifaði í dag undir samning út tímabilið, en hann verður Alphonse Areola og Mads Hermansen til halds og trausts.
„Við erum hæstánægðir með að fá Lukasz aftur inn í hópinn. Hann er enn topp markvörður og atvinnumaður, sovna fyrir utan það að hann hefur verið hér áður. Þetta var því fullkominn kostur fyrir hlutverkið sem við þurftum að fylla.“
„Þetta eru félagaskipti sem hljómuðu bara ótrúlega skiljanleg. Lukasz þekkir félagið ótrúlega vel, er mjög virtur og vinsæll meðal allra. Persónuleiki hans og karakter verður frábært fordæmi og sérstaklega fyrir ungu leikmennina. Hann er einhver sem þykir rosalega vænt um West Ham og vill hjálpa okkur með hvaða hætti sem er. Við erum í skýjunum með að fá hann aftur,“ sagði Graham Potter, stjóri West Ham.
Fabianski, sem er fertugur, á 216 leiki að baki með West Ham, en áður lék hann með Arsenal, Swansea, Legia Varsjá og Lech Poznan.
Welcome back, Fab ??@CorpayFX? pic.twitter.com/c7X0fRlypT
— West Ham United (@WestHam) September 10, 2025
Athugasemdir