Luis de la Fuente, þjálfari Evrópumeistara Spánverja, segir miðvörðinn Robin Le Normand einn þann besta í Evrópuboltanum.
Stórt hrós frá þjálfaranum og er Le Normand ósnertanlegur hjá bæði honum og Diego Simeone, þjálfara Atlético Madríd.
Le Normand er 28 ára gamall og fæddur í Frakklandi, en flutti til Spánar árið 2016 og fékk síðan ríkisborgararétt fyrir tveimur árum.
Frökkum var alveg sama en áttuðu sig síðar á þeir hafi gert stór mistök með láta hann af hendi.
Varnarmaðurinn var stórkostlegur í hjarta varnarinnar er Spánn vann EM á síðasta ári og er De La Fuente á því að þarna sé um að ræða einn allra besta miðvörð Evrópu.
„Ég er ótrúlega ánægður með hann og í raun í skýjunum. Mér finnst hann vera einn besti miðvörður Evrópu. Ég þekki styrkleika hans og veit að það er ekki hægt að hreyfa við þeim. Þegar við völdum hann þá vissum við nákvæmlega hvaða leikmann hann hafði að geyma. Le Normand er ótrúlega samkeppnishæfur, einbeittur og gerir allt sitt eins og sannur sérfræðingur,“ sagði De La Fuente á dögunum.
Le Normand spilaði í sex ár með Real Sociedad en gekk í raðir Atlético á síðasta ári. Hann hefur byrjað alla þrjá leiki liðsins á þessari leiktíð.
Athugasemdir