Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 11. október 2021 11:46
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Miðasalan farið vel af stað í dag - Frábært veður
Icelandair
Óskar Örn Guðbrands­son, starfsmaður KSÍ.
Óskar Örn Guðbrands­son, starfsmaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Guðbrands­son, starfsmaður KSÍ, segir í viðtali við mbl.is að miðasala á leik Íslands og Liechtenstein fari vel af stað í dag.

Leikurinn verður klukkan 18:45 á Laugardalsvelli en rúm­lega 3.500 manns hafa sótt sér miða á leikinn.

„Það er frá­bært veður í dag þó það sé pínu kalt en við von­umst að sjálf­sögðu til þess að fólk mæti á völl­inn og haldi uppi góðri stemn­ingu," segir Óskar og segir að miðasalan hafi gengið framar vonum það sem af er degi.

Aðeins voru tæplega 1.700 áhorfendur á leik Íslands og Armeníu á föstudaginn en það stefnir í talsvert betri mætingu í kvöld.

Börn 16 ára og yngri fá frítt á leik­inn en allir þurfa að sækja sér miða í gegnum miðasölukerfi KSÍ.
Athugasemdir
banner
banner
banner