Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. október 2021 16:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ólafur Ingi: Reyndi nú að hegða mér eins og maður á að gera
Icelandair
Marki fagnað gegn Slóveníu.
Marki fagnað gegn Slóveníu.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Ólafur Ingi Skúlason.
Ólafur Ingi Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Byrjunarlið U19 í fyrstu tveimur leikjunum.
Byrjunarlið U19 í fyrstu tveimur leikjunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
U19 ára landsliðið mætir Litháen í lokaleik sínum í undankeppni fyrir EM á morgun. Leikið er í Slóveníu og er leikurinn á morgun lokaleikur í riðlinum. Efstu tvö liðin í riðlinum fara áfram í milliriðla sem fara fram á næsta ári.

Fótbolti.net frétti af einhverjum veikindum í hópnum og sló á þráðinn til Ólafs Inga Skúlasonar, þjálfara liðsins.

„Smá" magakveisa herjar á hópinn
„Það er einhver smá magakveisa að herja á okkur en ekkert sem við höfum stórar áhyggjur af. Ég vona að allir geti spilað á morgun. Læknir liðsins telur að það sé einhvers konar form af matareitrun en ekkert sem er 100%," sagði Ólafur Ingi.

Flautaði af þegar Kristófer var að skjóta
En að fótboltanum, hvernig líst þér á leikinn á morgun?

„Við förum inn í þennan leik til að vinna hann. Við áttum mjög góðan leik á móti Slóvenum og svo fínasta leik á móti Ítölum. Hlutirnir féllu ekki með okkur þar, fáum á okkur mark í byrjun leiks og svo jöfnum við í lok fyrri hálfleiks, eða dómarinn flautar af þegar Kristófer Jónsson er í skotstöðu, skýtur og skorar en dómarinn var því miður búinn að flauta af. Það sló okkur aðeins út af laginu að fara ekki inn í hálfleik með 1-1. Í seinni skora þeir úr tveimur föstum leikatriðum. Það er dýrt að gefa Ítölum þessi mörk þannig en heilt yfir var leikurinn flottur og á góðum degi hefðum við mögulega getað fengið eitthvað úr honum."

Hluti af leiknum
Léstu dómarann eitthvað heyra það í hálfleik fyrir að hafa flautað af?

„Nei, ég reyndi nú að hegða mér eins og maður á að gera. Þetta var sænskur dómari sem stóð sig vel í leiknum. Ég held að hann hafi bara verið aðeins of fljótur á sér. Þetta er bara hluti af leiknum og eitthvað sem við verðum að sætta okkur við. Svona gerist og við þurfum bara að læra að láta það ekki fara í taugarnar á okkur, láta það ekki slá okkur út af laginu."

Mikið álag og strákarnir í bómul
Sama lið hefur byrjað báða leikina til þessa, verður það eins á morgun?

„Það verður bara að koma í ljós. Við erum bara með strákana í bómul og tökum stöðuna hvernig mönnum líður. Þetta eru þrír leikir á stuttum tíma þannig að við í teyminu reynum að hafa alla tilbúna. Svo sjáum við bara hvernig liðið verður á morgun, ég held því fyrir okkur."

Kærkomið verkefni
Hvernig er þetta verkefni búið að vera?

„Mjög skemmtilegt, búið að ganga mjög vel. Við erum hér við mjög góðar aðstæður í Slóveníu, erum í göngufæri við æfingavelli og það er gert vel við okkur í mat og ekkert upp á að klaga. Þetta er kærkomið verkefni, búnir að vera fáir leikir í U19 undanfarin ár út af covid. Þetta er frábært verkefni fyrir strákana að fá reynslu að spila í svona móti og með góðum leik á morgun getum við verið sáttir með árangurinn líka."

Því fleiri leikir því betra
Hversu mikilvægt er að komast í milliriðla?

„Það er mjög mikilvægt, þýðir að við fáum fleirir leiki og það er það sem okkur vantar. Við þufum að fá sem flesta landsleiki fyrir öll okkar landslið. Það er ótrúlega mikil reynsla sem menn fá út úr því að spila í landsliðsverkefni og því fleir sem þau eru því betra. Við erum staðráðnir í að ná góðum úrslitum á morgun og koma okkur í milliriðil," sagði Ólafur Ingi að lokum.

Leikur Íslands gegn Litháen á morgun hefst klukkan 13:30 að íslenskum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner