Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 11. október 2021 20:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu þegar Andri skoraði eftir undirbúning frá bróður sínum
Icelandair
Bræður.
Bræður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var risastórt augnablik á Laugardalsvelli í kvöld þegar Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt annað landsliðsmark.

Þessi 19 ára gamli sóknarmaður Real Madrid skoraði eftir undirbúning frá bróður sínum, Sveini Aroni.

Þetta var í fyrsta sinn sem þeir spila saman fyrir íslenska landsliðið. Greinilega uppskrift sem virkar. Þetta er augnablik sem verður örugglega minnst nokkrum sinnum á næstu árum. Eiður Smári, faðir þeirra, er einn besti leikmaður í sögu Íslands og er núna aðstoðarþjálfari landsliðsins.

Sveinn Aron er 23 ára gamall og spilar með Elfsborg í Svíþjóð. Andri Lucas er 19 ára og er á mála hjá stórveldinu Real Madrid, þar sem hann spilar í varaliðinu.

Yngsti sonur Eiðs Smára heitir Daníel Tristan og er 15 ára. Hann er á mála hjá Real Madrid og er í U17 landsliði Íslands. Hann þykir gríðarlega efnilegur.

Hér að neðan má sjá markið sem Andri Lucas skoraði.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner