Nóg af Amorim tengdu slúðri - Arsenal horfir til Bayern - Chelsea horfir til Lecce - Gerrard ætlar að berjast
banner
   fös 11. október 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sá fyrsti í fjölskyldunni sem spilar fyrir erkifjendurna?
Daniel Maldini.
Daniel Maldini.
Mynd: EPA
Sóknarmaðurinn Daniel Maldini er núna orðaður við Inter og Juventus, en fjölskylda hans væri líklega ekki sátt við það ef hann færi þangað.

Maldini nafnið tengist AC Milan sterkum böndum. Afi hans, Cesare, og faðir hans, Paolo, eru miklar goðsagnir hjá félaginu.

Juventus og Inter eru ekki á jólakortalista AC Milan, og þá sérstaklega ekki nágrannarnir í Inter.

Daniel ólst upp hjá AC Milan en fékk ekki mörg tækifæri þar og er núna hjá Monza. Þessi 22 ára gamli leikmaður var nýverið valinn í ítalska landsliðið í fyrsta sinn.

Ólíkt föður sínum er Daniel sóknarmaður, eða sóknarsinnaður miðjumaður. Hann hefur á þessu tímabili spilað átta leiki og skorað eitt mark.
Athugasemdir
banner
banner
banner