Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   lau 11. nóvember 2017 15:00
Elvar Geir Magnússon
Katar
Arnór Ingvi: Ég þarf að finna mér eitthvað nýtt
Icelandair
Arnór á æfingu i Katar.
Arnór á æfingu i Katar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Staða mín er ekki góð og ég stefni að því að fara í janúar. Það eru einhverjar þreifingar byrjaðar," segir landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason um stöðu sína hjá gríska félaginu AEK Aþenu.

Arnór fær ekki tækifæri hjá liðinu og hefur talað um að ekki sé staðið við það sem talað var um varðandi hans hlutverk þegar hann gekk í raðir félagsins.

Arnór setur stefnuna á að fara með íslenska landsliðinu á HM 2018 og telur að hann þurfi að færa sig um set til að auka líkurnar á því að vera með í vélinni til Rússlands.

„Það er sama hvað ég geri, það er ekkert nógu gott. Ég átti glimrandi leik og var hrósað af öllu starfsliðinu. Svo kemur að næsta leik og ég er ekki í hóp. Mér finnst það smá spes. Ég þarf að finna mér eitthvað nýtt."

Er hann búinn að láta vita af því að hann sé á förum í janúar?

„Þeir vita að hugur minn leitar annað, þeir vita líka stöðuna á mér varðandi landsliðið og það er HM næsta sumar. Ég þarf að spila og á meðan þjálfarinn er eins og hann er þá þarf ég að hugsa minn gang."

Arnór vildi ekkert segja um hvert væri líklegast að hann myndi fara í janúar en viðtalið, sem tekið var eftir landsliðsæfingu í Katar í morgun, má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner