Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 11. nóvember 2019 16:56
Magnús Már Einarsson
Albert Brynjar í Kórdrengi (Staðfest)
Albert Brynjar og Davíð Smári Lamude þjálfari Kórdrengja.
Albert Brynjar og Davíð Smári Lamude þjálfari Kórdrengja.
Mynd: Kórdrengir
Kórdrengir í 2. deild hafa fengið framherjann reynda Albert Brynjar Ingason til liðs við sig. Kórdrengir hafa farið upp um tvær deildir á tveimur árum og eru stórhuga fyrir næsta sumar.

Hinn 33 ára gamli Albert Brynjar ákvað á dögunum að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Fjölni en hann skoraði níu mörk þegar liðið fór upp úr Inkasso-deildinni síðastliðið sumar.

„Albert þarf vart að kynna, hann á um 310 meistaraflokksleiki með Fylki, Val, Þór, FH og nú síðast Fjölni. Í þeim hefur hann skorað 105 mörk og er hann einn markahæsti leikmaður efstu deildar á íslandi síðustu 10 árin þrátt fyrir að hafa spilað tvö tímabil í næstefstu deild," segir á Facebook síðu Kórdrengja.

„Kórdrengir eru gríðarlega ánægðir með þennan mikla liðstyrk sem Albert Brynjar er og einnig gríðarlega stoltir að hann hafi ákveðið að taka slaginn með okkur, frekar en þeim mörgu góðu liðum sem á eftir honum voru! Við erum ekki hættir að styrkja okkur! Við ætlum okkur upp! Áfram Kórdrengir!"
Athugasemdir
banner
banner
banner