Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 11. nóvember 2019 10:30
Magnús Már Einarsson
Líklega breytingar á VAR á Englandi - Dómarar fara sjálfir í skjáinn
VAR kerfið hefur verið umdeilt á Englandi.
VAR kerfið hefur verið umdeilt á Englandi.
Mynd: Getty Images
VAR hefur verið mikið til umræðu í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili, síðast í gær í stórleik Liverpool og Manchester City.

VAR hefur fengið talsverða gagnrýni en Mike Riley, yfirmaður dómaramála á Englandi, mun líklega greina félögum frá breytingu á VAR kerfinu í þessari viku.

Enginn dómari hefur farið í skjáinn á hliðarlínunni til að skoða atvik á þessu tímabili og því hafa sérstakir dómarar í VAR herbergi skoðað umdeilda dóma þar.

Englendingar vildu ekki sjá dómara í leikjunum hlaupa út að hliðarlínu þar sem það myndi taka of mikinn tíma. Hins vegar hefur núverandi kerfi einnig tekið mikinn tíma.

Því hafa Riley og félagar nú ákveðið að dómarar eigi að fara út að hliðarlínu og skoða atvikin í ríkari mæli þar sem þeir átti sig betur á flæði leiksins sem þeir eru að dæma og geti því betur skorið út um vafaatriði en aðrir dómarar sem eru ekki á vellinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner