Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 11. nóvember 2020 07:30
Aksentije Milisic
Ancelotti: Bestu stjórar heims eru í ensku úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, stjóri Everton, segir að bestu stjórar heims séu í ensku úrvalsdeildinni. Þá segir hann einnig að þeir geti ekki átt nána vináttu sín á milli vegna hversu þétt það er spilað.

Stærstu nöfn heims þjálfa á Englandi þar sem Jurgen Klopp og Pep Guardiola hafa barist á toppi deildarinnar undanfarin ár. Jose Mourinho, sem hefur unnið bikara í fjórum mismunandi löndum, virðist ætla berjast um titilinn með Tottenham á þessari leiktíð.

Ancelotti og hans lærisveinar í Everton byrjuðu tímabilið vel en hafa nú tapað þremur leikjum í röð. Ítalinn segir að úrvalsdeildin sé svo samkeppnishæf vegna þess að bestu stjórar heims eru í deildinni.

„Það er satt að bestu stjórar heims eru í úrvalsdeildinni. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim af því að vinnan okkar er svo erfið og flókin. Ég reyni að styðja samstarfsmenn mína hvenær sem ég get," sagði Ancelotti.

„Ég á ekki sérstaka vináttu með þeim af því að við höfum engan tíma til að hittast, borða og spjalla saman. Við erum alltaf uppteknir en samskipti okkar eru góð."


Athugasemdir
banner
banner