mið 11. nóvember 2020 17:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak Óli: Ætlum að vinna bikarinn aftur - Fer til Írlands á föstudag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Óli Ólafsson lék allan leikinn þegar SönderjyskE sló út Skive í 32-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Ísaks með danska liðinu á leiktíðinni. Hann heldur núna í kjölfarið til Írlands þar sem hann hittir fyrir U21 landsliðið sem mætir írska liðinu á sunnudag.

Hann fór í sitt fyrsta viðtal á dönsku eftir leikinn og má hlusta á það í heild sinni hér neðst í fréttinni. Viðtalið birtist á heimasíðu félagsins.

„Við vissum að leikurinn yrði erfiður en við sýndum fagmanlega frammistöðu. Við skoruðum snemma í leiknum, stóðum þétt í varnarleiknum og leikurinn þróaðist vel." sagði Ísak um leikinn.

Ísak var hluti af ungri varnarlínu í leiknum, Hvernig fannst honum ganga? „Mér fannst það ganga vel og það er gott að fá stóra leiki. Það er gott bæði fyrir mig og félagið."

Sönderjyske vann bikarinn í fyrra. Hver er stefnan í ár? „Við ætlum að vinna allt, vinna alla leiki og vinna bikarinn aftur í ár."

Ísak var loks spurður út í U21 landsliðið en Ísak er á leið til Írlands þar sem hann tekur þátt í leiknum gegn Írum á sunnudag.

„Ég er að fara til Írlands á föstudaginn og við mætum Írum í mikilvægum leik á sunnudaginn. Við eigum góða möguleika á að komast í lokakeppnina."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner