Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
   þri 11. nóvember 2025 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Bjarki á reynslu hjá öðru stóru dönsku félagi
Mynd: Aðsend
Arnar Bjarki Gunnleifsson er þessa dagana á reynslu hjá danska félaginu FC Midtjylland. Þetta er í annað sinn í vetur sem hann er í Danmörku en fyrir rúmum mánuði var hann hjá Nordsjælland.

Arnar Bjarki, sem er stór og stæðilegur sóknarmaður, er fæddur árið 2010 og æfir með U17 liði Midtjylland. Hann mun líka spila æfingaleik gegn Vejle með U16.

Arnar Bjarki er leikmaður 3. flokks Breiðabliks sem varð Íslands- og bikarmeistari í sumar og skoraði hann 15 mörk í 20 leikjum yfir tímabilið.

Hann hefur þegar spilað sex leiki fyrir unglingalandsliðin, þrjá fyrir U15 og þrjá fyrir U16. Hann hefur skorað tvö mörk í leikjunum með U16.

Midtjylland er Íslendingafélag. Landsliðsmaðurinn Elías Rafn Ólafsson er aðalmarkvörður Midtjylland og Daníel Freyr Kristjánsson er á láni frá félaginu hjá Fredericia.

Þeir Egill Orri Arnarsson, Sigurður Jökull Ingvarsson og Alexander Máni Guðjónsson eru í unglingaliðunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner