Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
   þri 11. nóvember 2025 22:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jökull riftir við Aftureldingu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull Andrésson hefur rift samningi sínum við Aftureldingu samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Jökull gekk til liðs við Aftureldingu í fyrra eftir langa veru í atvinnumennsku. Hann hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í Bestu deildinni í fyrra en liðið féll aftur í sumar. Hann spilaði alla leiki liðsins í deildinni.

Jökull er 24 ára gamall markvörður og á einn landsleik að baki fyrir Íslands hönd. Hann er uppalinn í Mosfellsbænum en hann gekk til liðs við Reading árið 2017.

FH hafði áhuga á honum fyrir síðasta tímabil og hann hefur verið orðaður við Víking eftir að ljóst varð að Pálmi Rafn Arinbjörnsson yrði ekki áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner