Ísland þarf sigur gegn Aserbaísjan á fimmtudaginn til að vera öruggt með úrslitaleik gegn Úkraínu í lokaumferðinni í næstu viku, um sæti í umspilinu um sæti á HM.
UEFA hefur opinberað hvaða dómarateymi mun starfa á leiknum í Bakú.
Dómararnir úti á vellinum koma frá Svartfjallalandi en aðaldómari verður Nikola Dabanovic. Hann hefur áður dæmt landsleik hjá Íslandi en það var 1-1 jafntefli gegn Armeníu á Laugardalsvalli 2021 en í þeim leik skoraði Ísak Bergmann Jóhannesson sitt fyrsta landsliðsmark.
VAR dómgæslan á fimmtudaginn verður í höndum Serba en VAR dómari verður Momcilo Markovic.
UEFA hefur opinberað hvaða dómarateymi mun starfa á leiknum í Bakú.
Dómararnir úti á vellinum koma frá Svartfjallalandi en aðaldómari verður Nikola Dabanovic. Hann hefur áður dæmt landsleik hjá Íslandi en það var 1-1 jafntefli gegn Armeníu á Laugardalsvalli 2021 en í þeim leik skoraði Ísak Bergmann Jóhannesson sitt fyrsta landsliðsmark.
VAR dómgæslan á fimmtudaginn verður í höndum Serba en VAR dómari verður Momcilo Markovic.
Dómari: Nikola Dabanovic, Svartfjallaland
Aðstoðardómari 1: Vladan Todorovic, Svartfjallaland
Aðstoðardómari 2: Srdan Jovanovic, Svartfjallaland
Fjórði dómari: Milos Boskovic, Svartfjallaland
VAR dómari: Momcilo Markovic, Serbía
Aðstoðar VAR dómari: Aleksandar Zivkovic, Serbía
Landslið karla - HM 2026
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. Frakkland | 4 | 3 | 1 | 0 | 9 - 3 | +6 | 10 |
| 2. Úkraína | 4 | 2 | 1 | 1 | 8 - 7 | +1 | 7 |
| 3. Ísland | 4 | 1 | 1 | 2 | 11 - 9 | +2 | 4 |
| 4. Aserbaísjan | 4 | 0 | 1 | 3 | 2 - 11 | -9 | 1 |
Athugasemdir


