Julian Nagelsmann, landsliðsþjálfari Þýskalands, telur að óstöðugleiki Liverpool á tímabilinu hafi haft áhrif á frammistöðu Florian Wirtz.
Þjóðverjinn gekk til liðs við félagið í sumar frá Bayer Leverkusen fyrir metfé, en hann hefur ekki enn komið að marki fyrir félagið í deild.
„Staðan hjá Liverpool hlutina ekki auðvelda fyrir Florian. Liðið er ekki eins stöðugt í ár og það var í fyrra. Það er miklu erfiðara að koma sér inn í liðið núna. Ef við horfum á leikinn gegn City, þá voru þeir í raun verri aðilinn þegar litið er á alla 90 mínúturnar.
Þannig að það er líka erfitt fyrir Florian að hafa mikil áhrif. Staðan er einfaldlega þannig að hann þarf aðeins meiri tíma, sem er eðlilegt. Það sést hjá mörgum leikmönnum sem fara í ensku úrvalsdeildina.“
Nagelsmann bætti við að hann hefði fulla trú á Wirtz, sem sé aðeins að ganga í gegnum tímabil lægðar.
„Við vitum öll hvað hann getur. Það er eðlilegt að leikmaður á hans aldri gangi í gegnum tímabil þar sem frammistaðan sveiflast. Við getum ekki ætlast til að hann spili á sama stigi þrjú ár í röð.
Kannski getur Liverpool hjálpað honum með því að nýta færin sem hann skapar. Það væri ágætis byrjun, því hann skapar ekki fá færi. Vandamálið er bara að þeir virðast ekki vilja setja boltann í netið,“ sagði Nagelsmann léttur í lokin.
Wirtz er í landsliðshóp Þýskalands sem mætir Lúxemborg og Slóvakíu hvort sínu megin við helgina. Þýskaland er á toppi riðils síns í undankeppni HM með níu stig, líkt og Slóvakía, en markatalan er Þjóðverjum í vil.
"Liverpool don't like to shoot the ball into the goal." ?????
— ESPN UK (@ESPNUK) November 10, 2025
Germany national coach Julian Nagelsmann defends Liverpool playmaker Florian Wirtz ???????? pic.twitter.com/Zh8PohcOMS




