Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
   þri 11. nóvember 2025 11:00
Kári Snorrason
Áframhald á veðmálahneykslinu í Tyrklandi: Yfir þúsund leikmenn settir í bann
Tveir leikmenn úr Besiktas eru sakaðir um að vera viðloðandi veðmál.
Tveir leikmenn úr Besiktas eru sakaðir um að vera viðloðandi veðmál.
Mynd: EPA

Tyrkneska knattspyrnusambandið (TFF) hefur bannað 1024 leikmönnum þátttöku í atvinnudeildum landsins vegna rannsóknar á ólöglegum veðmálum.

Samkvæmt tilkynningu TFF hafa leikmenn sem tengjast veðmálum, þar á meðal 27 úr efstu deild, verið vísaðir til aga- og siðanefndar í Tyrklandi. Stórliðið Besiktas staðfesti að tveir leikmenn félagsins hefðu verið vísaðir til nefndarinnar.


Í kjölfar málsins hefur tyrkneska knattspyrnusambandið ákveðið að fresta öllum leikjum í þriðju og fjórðu deild um tvær vikur, en leikir í tveimur efstu deildum halda áfram samkvæmt áætlun.

Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá því að átta manns hafi verið handteknir vegna málsins, þar á meðal einn formaður félags.

Málið komst fyrst í hámæli 27. október, þegar Ibrahim Haciosmanoclu, forseti knattspyrnusambandsins, greindi frá því að hundruð dómara væru tengdir veðmálareikningum.

Hann sagði að af 571 dómara í tyrkneskum atvinnudeildum hefðu 371 átt veðmálareikninga og 152 þeirra stundað virkar veðsetningar.


Athugasemdir
banner