Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
   þri 11. nóvember 2025 12:40
Kári Snorrason
Engar styrkingar í kortunum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna í janúar
Mynd: EPA

Ekki er gert ráð fyrir að Manchester United styrki leikmannahópinn í janúar, þrátt fyrir að liðið missi nokkra leikmenn í Afríkukeppni þjóðanna.

Bryan Mbeumo, Amad Diallo og Noussair Mazraoui munu allir missa úr leikjum liðsins á meðan keppninni stendur.


Ruben Amorim var spurður út í mögulegar styrkingar á hópnum vegna fjarveru þessara leikmanna.

„Við skulum sjá þegar glugginn opnast hvort við getum styrkt liðið og reynt að undirbúa okkur fyrir það sem gerist. Þar til þá þurfum við einfaldlega að nýta þá leikmenn sem við höfum.“

United hefur haft augastað á Carlos Baleba, Elliot Anderson og Adam Wharton. Þó er talið afar ólíklegt að þeir muni færa sig um set í janúarglugganum.


Athugasemdir
banner