Martin Ödegaard, lætur meiðsli ekki stöðva sig og mun ganga til liðs við norska landsliðshópinn í vikunni til að styðja við liðsfélaga sína fyrir komandi undankeppnisleiki HM gegn Eistlandi og Ítalíu.
Ödegaard er meiddur á hné og hefur því verið fjarri keppni undanfarnar vikur og mun halda áfram endurhæfingu sinni með landsliðinu ásamt því að styðja liðið áfram.
Noregur er með fullt hús stiga í undankeppninni og þurfa einungis sigur í öðrum leiknum til að tryggja sér farseðilinn á HM á næsta ári.
Ødegaard hefur áður verið hluti af landsliðsverkefnum þrátt fyrir að vera ekki leikfær og er staðráðinn í að hjálpa Noregi að tryggja sér sæti á HM í sumar.
Í síðasta mánuði ferðaðist hann einnig heim til Noregs fyrir leik gegn Ísrael í undankeppninni og fagnaði með liðinu í búningsklefanum eftir 5–0 sigur.
Ødegaard hefur verið meiddur frá byrjun síðasta mánaðar eftir að hafa meiðst á hné í 2–0 sigri Arsenal á West Ham. Hann stefnir að því að ná sér fyrir nágrannaslaginn gegn Tottenham eftir tæpar tvær vikur.


