Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 11. desember 2014 11:18
Magnús Már Einarsson
Neville: Rodgers þarf að eyða meira í leikmenn
Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers.
Mynd: Getty Images
Gary Neville segir að Brendan Rodgers, stjóri Liverpool hafi ekki fengið nægilegan pening til að koma liðinu í hóp þeirra stærstu í Evrópu.

Liverpool datt úr leik í Meistaradeildinni í vikunni en Rodgers hefur fengið mikla gagnrýni fyrir leikmannakaup sín í sumar þegar hann eyddi meira en 100 milljónum punda í Adam Lallana, Emre Can, Alberto Moreno, Lazar Markovic og Mario Balotelli.

Neville vill aftur á móti meina að Rodgers hafi ekki eytt svo miklu í leikmenn.

,,Hann seldi auðvitað Luis Suarez á 65 milljónir punda og borgaði í kringum 100 milljónum punda fyrir fimm eða sex leikmenn. Eyðslan hljóðar því upp á 40 milljónir punda. Það er ekki nálægt því sem topplið í Evrópu eyða þegar þau ætla sér hluti," sagði Neville.

,,Þegar þú ert að tala um stór félög eins og Liverpool sem hefur unnið marga Evróputitla undanfarin 30 ár og er að byggja nýjan 65 þúsund manna leikvang þá er 40 milljóna punda eyðsla ekki að sýna að félagið ætli sér stóra hluti."

,,Man United hefur gert þetta, City hefur gert þetta, Chelsea hefur gert þetta, Real Madrid mun gera þetta. Ef þú vilt gera stóra hluti þá verðuru að sýna það og þetta er ekki að sýna það! Fólk talar um að hann hafi eytt háum fjárhæðum miðað við stór félög en það er ekki rétt. Hann eyddi 40 milljónum punda."

,,Þeir tóku stjörnuna frá Brendan Rodgers og hann fékk fimm menn í staðinn. Hann valdi þá og verður því auðvitað að bera ábyrgð á þeim leikmönnum. Ég er viss um að hann gerir það."

,,Ef þú ætlar þér stóra hluti þá kaupir þú leikmann á 80 milljónir punda. Hann hefur ekki gert það. Eyðslan hjlóðar upp á 40 milljónir punda og það er ekki mikið fyrir Liverpool."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner