Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 11. desember 2019 23:00
Aksentije Milisic
Leikmaður Dinamo Zagreb gaf Rodrigo olnbogaskot - VAR lét atvikið vera
Mynd: Getty Images
Dinamo Zagreb og Manchester City áttust við í C riðli Meistaradeildar Evrópu fyrr í kvöld þar sem gestirnir fóru með öruggan sigur af hólmi. Gabriel Jesus fór fyrir sínum mönnum og gerði þrennu.

Atvik átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks. Þá var Amer Gojak, leikmaður Dinamo, að rekja knöttinn upp völlinn þegar Rodrigo sótti að honum. Gojak fór þá upp með höndina og smellti olnboganum sínum beint í andlitið á Rodri sem steinlág eftir.

Athygli vakti að Gojak fékk ekki einu sinni gult spjald fyrir þetta athæfi sitt. Á myndbandinu sem má sjá hérna sést greinilega að um olnbogaskot sé að ræða og Gojak því heppinn að vera ekki sendur í sturtu.

VAR ákvað að skoða atvikið ekkert nánar sem vakti furðu margra sem fylgdust með leiknum. Þar er fólk að velta fyrir sér hvers vegna er VAR til staðar ef það tekur ekki á atvikum sem þessum.






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner