Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
banner
   mið 11. desember 2024 21:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Championship: Stefán Teitur fljótur að hugsa og Preston vann langþráðan sigur
Tap í fyrsta leik Lampard
Stefán Teitur átti stóran þátt í fyrra marki Preston.
Stefán Teitur átti stóran þátt í fyrra marki Preston.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimm leikir fóru fram í ensku Championship deildinni í kvöld og áttum við Íslendingar einn fulltrúa. Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Preston fjórða leikinn í röð og átti stóran þátt í fyrra marki leiksins. Preston heimsótti Cardiff í kvöld.

Gestirnir fengu aukaspyrnu í byrjun seinni hálfleiks sem Stefán var fljótur að taka, fann liðsfélaga sinn, Mads Frökjær, sem átti lága fyrirgjöf og varnarmaður Cardiff, Calum Chambers, varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.

Preston vann sinn fyrsta leik síðan 19. október en liðið hafði frá þeim leik spilað níu deildarleiki og einn bikarleik án þess að vinna. Stefán lék fyrstu 77 mínúturnar í kvöld. Í uppbótartíma tvöfaldaði Preston svo forystu sína og er liðið eftir leikinn í 14. sæti deildarinnar.

Sheffield United komst með útisigri á Millwall á topp deildarinnar en Rhian Brewster, fyrrum leikmaður Liverpool, skoraði eina mark leiksins.

Frank Lampard stýrði Coventry í fyrsta sinn í kvöld en WBA hafði betur, 2-0 á The Hawthorns. Coventry var hins vegar með talsverða yfirburði ef horft er í tölfræðina, en það skiptir auðvitað máli eru mörkin. Bæði skot West Brom á markið enduðu í neti Coventry.

QPR vann einnig í kvöld en Hull City og Watford gerðu jafntefli þar sem mörkin komu undir lokin. Lokastöðuna í leikjunum og markaskorara má sjá hér að neðan.

Millwall 0 - 1 Sheffield Utd
0-1 Rhian Brewster ('42 )

Cardiff City 0 - 2 Preston NE
0-1 Calum Chambers ('48 , sjálfsmark)
0-2 Milutin Osmajic ('90 )

Hull City 1 - 1 Watford
1-0 Chris Bedia ('82 )
1-1 Rocco Vata ('88 )

QPR 2 - 0 Oxford United
1-0 Sam Field ('53 )
2-0 Sam Field ('68 )

West Brom 2 - 0 Coventry
1-0 Alex Mowatt ('11 )
2-0 Karlan Grant ('74 )

Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 17 12 4 1 47 17 +30 40
2 Stoke City 17 9 3 5 25 12 +13 30
3 Middlesbrough 17 8 6 3 22 18 +4 30
4 Millwall 17 8 4 5 19 23 -4 28
5 Ipswich Town 16 7 6 3 28 16 +12 27
6 Preston NE 17 7 6 4 22 17 +5 27
7 Bristol City 17 7 5 5 25 20 +5 26
8 Derby County 17 7 5 5 24 23 +1 26
9 Birmingham 17 7 4 6 25 19 +6 25
10 Wrexham 17 6 7 4 22 19 +3 25
11 Hull City 17 7 4 6 28 29 -1 25
12 QPR 17 7 4 6 21 25 -4 25
13 Southampton 17 6 6 5 26 22 +4 24
14 Watford 17 6 6 5 23 21 +2 24
15 Leicester 17 6 6 5 20 20 0 24
16 Charlton Athletic 17 6 5 6 17 20 -3 23
17 West Brom 17 6 4 7 17 20 -3 22
18 Blackburn 16 6 1 9 16 21 -5 19
19 Swansea 17 4 5 8 16 24 -8 17
20 Portsmouth 17 4 5 8 15 24 -9 17
21 Sheffield Utd 17 5 1 11 17 26 -9 16
22 Oxford United 17 3 6 8 18 24 -6 15
23 Norwich 17 2 4 11 16 28 -12 10
24 Sheff Wed 17 1 5 11 12 33 -21 -4
Athugasemdir
banner
banner