fim 12. janúar 2023 20:42
Brynjar Ingi Erluson
Reykjavíkurmótið: Fjölnir vann á Hlíðarenda - Aron Snær skoraði tvö í sigri Fram
Fjölnismenn unnu óvæntan sigur á Val
Fjölnismenn unnu óvæntan sigur á Val
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Fjölnir og Fram byrja Reykjavíkurmótið af krafti en bæði lið unnu leiki sína í B-riðli mótsins í kvöld.

Fjölnismenn gerðu sér lítið fyrir og unnu Val, 1-0, á Origo-vellinum á Hlíðarenda. Sigurmarkið gerði Hákon Ingi Jónsson á 11. mínútu leiksins.

Fram vann á meðan 4-1 sigur á Leikni á Domusnovavellinum í Breiðholti.

Róbert Hauksson kom Leiknismönnum á bragðið á 6. mínútu en Aron Jóhannsson jafnaði á 24. mínútu áður en nafni hans, Aron Snær Ingason, kom Fram yfir undir lok fyrri hálfleiks. Aron Snær bætti við öðru marki sínu þegar tæpur hálftími var eftir og þá gerði Már Ægisson út um leikinn sex mínútum fyrir leikslok.

Úrslit og markaskorarar:

Valur 0 - 1 Fjölnir
0-1 Hákon Ingi Jónsson ('11 )

Leiknir R. 1 - 4 Fram
1-0 Róbert Hauksson ('6 )
1-1 Magnús Ingi Þórðarson ('24 )
1-2 Aron Snær Ingason ('40 )
1-3 Aron Snær Ingason ('63 )
1-4 Már Ægisson ('84
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner