Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
   sun 12. janúar 2025 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Napoli með öruggan sigur - Dovbyk bjargaði stigi fyrir Roma
Andre-Frank Anguissa
Andre-Frank Anguissa
Mynd: EPA

Napoli er með fjögurra stiga forystu á toppi ítölsku deildarinnar eftir að liðinu tókst að hefna fyrir tap gegn Verona í fyrstu umferð.


Liðin mættust á heimavelli Napoli í kvöld en Verona vann fyrri leik liðanna 3-0.

Napoli komst yfir eftir aðeins fimm mínútna leik og fengu svo sannarlega færi til að bæta við fleirii mörkum í fyrri hálfleik.

Það var ekki fyrr en eftir klukkutíma leik sem Andre-Frank Zambo Anguissa skoraði með skoti fyrir utan teiginn og innsiglaði sigur liðsins.

Fyrr í kvöld tryggði Artem Dovbyk Roma stig gegn Bologna með marki úr vítaspyrnu í uppbótatíma.

Bologna 2 - 2 Roma
0-1 Alexis Saelemaekers ('58 )
1-1 Thijs Dallinga ('61 )
2-1 Lewis Ferguson ('65 , víti)
2-2 Artem Dovbyk ('90 , víti)

Napoli 2 - 0 Verona
1-0 Lorenzo Montipo ('5 , sjálfsmark)
2-0 Andre Zambo Anguissa ('61 )


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 15 11 0 4 34 14 +20 33
2 Milan 15 9 5 1 24 13 +11 32
3 Napoli 15 10 1 4 22 13 +9 31
4 Roma 16 10 0 6 17 10 +7 30
5 Juventus 16 8 5 3 21 15 +6 29
6 Bologna 15 7 4 4 23 13 +10 25
7 Como 15 6 6 3 19 12 +7 24
8 Lazio 16 6 5 5 17 11 +6 23
9 Sassuolo 15 6 3 6 21 19 +2 21
10 Cremonese 16 5 6 5 18 18 0 21
11 Udinese 15 6 3 6 16 22 -6 21
12 Atalanta 15 4 7 4 19 18 +1 19
13 Torino 15 4 5 6 15 26 -11 17
14 Lecce 15 4 4 7 11 19 -8 16
15 Cagliari 15 3 5 7 15 21 -6 14
16 Genoa 15 3 5 7 16 23 -7 14
17 Parma 15 3 5 7 10 18 -8 14
18 Verona 15 2 6 7 13 22 -9 12
19 Pisa 15 1 7 7 10 20 -10 10
20 Fiorentina 15 0 6 9 12 26 -14 6
Athugasemdir
banner