Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
banner
   mán 12. febrúar 2024 22:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Æfingahópur hjá U21: Flestir frá Íslandsmeisturunum - Átta úr Lengjudeildinni
Ari Sigurpálsson er í hópnum
Ari Sigurpálsson er í hópnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Davíð Snorri Jónasson þjálfari U21 árs landsliðsins hefur valið æfingahóp sem mun æfa í Miðgarði í febrúar.

Æfingarnar fara fram í næstu viku, mánudaginn 19. og þriðjudaginn 20. febrúar.


Flestir koma úr röðum Íslands og Bikarmeistara Víkings en þeir eru fimm talsins.

Þá eru átta leikmenn sem leika í Lengjudeildinni. Halldór Snær Georgsson og Júlíus Mar Júlíusson úr Fjölni, Arnar Breki Gunnarsson og Tómas Bent Magnússon úr ÍBV, Elmar Kári Enesson Cogic úr Aftureldingu, Arnar Daníel Aðalsteinsson úr Gróttu, Bragi Karl Bjarkason úr ÍR og Andi Hoti úr Leikni.

Hópurinn:
Elmar Kári Enesson Cogic - Afturelding
Arnar Númi Gíslason - Breiðablik
Arnór Gauti Jónsson - Breiðablik
Eyþór Aron Wöhler - Breiðablik
Kjartan Kári Halldórsson - FH
Logi Hrafn Róbertsson - FH
Ólafur Guðmundsson - FH
Halldór Snær Georgsson - Fjölnir
Júlíus Mar Júlíusson - Fjölnir
Ólafur Kristófer Helgason - Fylkir
Arnar Daníel Aðalsteinsson - Grótta
Árni Marínó Einarsson - ÍA
Hinrik Harðarson - ÍA
Jón Gísli Eyland Gíslason - ÍA
Oliver Stefánsson - ÍA
Arnar Breki Gunnarsson - ÍBV
Tómas Bent Magnússon - ÍBV
Bragi Karl Bjarkason - ÍR
Ingimar Torbjörnsson Stöle - KA
Benóný Breki Andrésson - KR
Birgir Steinn Styrmisson - KR
Hrafn Tómasson - KR
Andi Hoti - Leiknir R.
Adolf Daði Birgisson - Stjarnan
Róbert Frosti Þorkelsson - Stjarnan
Sigurbergur Áki Jörundsson - Stjarnan
Örvar Logi Örvarsson - Stjarnan
Bjarni Guðjón Brynjólfsson - Valur
Jakob Franz Pálsson - Valur
Lúkas Logi Heimisson - Valur
Orri Rafn Kjartansson - Valur
Ari Sigurpálsson - Víkingur R.
Danijel Dejan Djuric - Víkingur R.
Gísli Gottskálk Þórðarson - Víkingur R.
Pálmi Rafn Arinbjörnsson - Víkingur R.
Sveinn Gísli Þorkelsson - Víkingur R.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner