Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 12. mars 2020 17:15
Magnús Már Einarsson
Cristofer Rolin í Sindra (Staðfest)
Cristofer Rolin.
Cristofer Rolin.
Mynd: Sigurður Arnar Sigurðsson
Sindri í 3. deild karla hefur fengið framherjann Cristofer Rolin í sínar raðir frá Skallagrími.

Hinn 26 ára gamli Cristofer kom til Skallagríms síðastliðið sumar eftir að hafa áður spilað á Spáni.

Cristofer skoraði sjö mörk í 21 leik þegar Skallagrímur féll úr 3. deildinni í fyrra.

Cristofer á ættir að rekja til Miðbaugs-Gíneu en árið 2015 spilaði hann sinn fyrsta og eina landsleik þegar hann kom inn á sem varamaður í 1-0 sigri á Andorra.

„Hinn stóri og stæđilegi Cristofer Rolin hefur skrifað undir samning við Sindra og kemur hann međ aukina reynslu viđ okkar unga lið. Við í Sindra bjóđum hann hjartanlega velkominn," segir í yfirlýsingu frá Sindra.
Athugasemdir
banner
banner
banner