Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 12. mars 2023 16:10
Brynjar Ingi Erluson
Birkir ekki í hóp þriðja leikinn í röð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahóp Adana Demirspor er liðið tapaði fyrir tyrkneska meistaraliðinu Trabzonspor, 4-1, í dag.

Birkir, sem er leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, var ekki í hóp þriðja leikinn í röð.

Þessi fjölhæfi miðjumaður fékk leyfi frá félaginu til að fara til Noregs í nokkra daga og eyða tíma með fjölskyldu sinni, en hann æfði með sínu gamla félagi, Viking, meðan hann var þar.

Staða Birkis hjá Adana er óskýr. Hann var ekki í hóp í dag og óvíst hvað tekur við en hann verður væntanlega í íslenska landsliðshópnum sem Arnar Þór Viðarsson tilkynnir á miðvikudag.

Birkir hefur aðeins spilað 217 mínútur í níu leikjum í deildinni á þessu tímabili en samningur hans við félagið rennur út í sumar.

Adana er sem stendur í 4. sæti deildarinnar með 42 stig.
Athugasemdir
banner
banner