sun 12. mars 2023 15:35
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Newcastle og Wolves: Jimenez fremstur
Mynd: Getty Images
Newcastle United og Wolves mætast í 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á St. James' Park klukkan 16:30 í dag.

Heimamenn eiga möguleika á því að komast upp fyrir Liverpool og í 5. sæti deildarinnar.

Wolves er á meðan í 13. sæti með 27 stig.

Raul Jimenez er í byrjunarliði Wolves en Diego Costa er frá næsta mánuðinn vegna meiðsla. Daniel Podence, Joao Moutinho og Adama Traore eru allir í liðinu.

Eddie Howe gerir fimm breytingar á liði sínu. Fabian Schar, Joe Willock. Jacob Murphy, Allan Saint-Maximin og Alexander Isak koma allir inn.

Newcastle: Pope; Trippier, Botman, Schar, Burn; Longstaff, Bruno Guimaraes, Willock; Murphy, Isak, Saint-Maximin

Wolves: José Sá; Semedo, Dawson, Kilman, Jonny; Neves, Lemina, Moutinho; Adama Traoré, Raúl Jiménez, Podence.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner