Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   sun 12. mars 2023 18:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Newcastle upp fyrir Liverpool eftir kærkominn sigur
Mynd: Getty Images

Newcastle 2 - 1 Wolves
1-0 Alexander Isak ('26 )
1-1 Hee-Chan Hwang ('70 )
2-1 Miguel Almiron ('79 )


Newcastle hafði ekki unnið í fimm leikjum í röð í úrvalsdeildinni fyrir leik kvöldsins gegn Wolves á St. James' Park.

Liðið var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik en Alexander Isak skoraði þó eina mark hálfleiksins með skalla eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnu frá Kieran Trippier.

Wolves komst mun betur inn í leikinn í þeim síðari og það skilaði sér á 70. mínútu þegar Hwang Hee-Chan kom boltanum í netið eftir skelfileg mistök Trippier.

Hee-Chan var ný kominn inn á sem varamaður þegar markið kom en Trippier ætlaði að hreinsa frá en hann rann og boltinn fór fyrir fætur Hwang og eftirleikurinn auðveldur.

Julen Lopetegui stjóri Wolves gerði þrjár breytingar rétt fyrir markið og eina stuttu eftir markið. Liðið fór í þriggja miðvarða kerfi en sú breyting hafði ekki góð áhrif á liðið.

Miguel Almiron kom inn á sem varamaður í liði Newcastle og hann skoraði sigurmarkið þegar rúmar 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Úlfarnir sáu ekki til sólar eftir það og náðu því ekki að koma inn jöfnunarmarki.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner