Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 12. mars 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Felix Sanchez ráðinn þjálfari ekvadorska landsliðsins (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Felix Sanchez er nýr þjálfari ekvadorska landsliðsins en þessi tíðindi voru tilkynnt í gær.

Ekvador losaði sig við Gustavo Alfaro í janúar á þessu ári en hann náði ekki að koma liðinu upp úr riðlinum á HM í Katar.

Nú tveimur mánuðum síðar er arftaki hans fundinn en Felix Sanchez, fyrrum þjálfari Katar, er tekinn við.

Sanchez þjálfaði A-landsliðið hjá Katar í fimm ár frá 2017 og út heimsmeistaramótið.

Árangur Katar á heimsmeistaramótinu er sá versti í sögu mótsins en fótboltasambandið ákvað að framlengja ekki samning hans.

Sanchez fær það erfiða verkefni að koma Ekvador á HM 2026 en landsliðið byrjar með þrjú stig í mínus fyrir að falsa fæðingarvottorð hægri bakvarðarins Byron Castillo.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner