Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 12. mars 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Fyrsta vítaspyrna Liverpool á tímabilinu - „Það virðist mega gera hvað sem er við Mo"
Mynd: Getty Images
Liverpool fékk fyrstu vítaspyrnu sína í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili í gær er liðið tapaði fyrir Bournemouth, 1-0, á Vitality-leikvanginum.

Fyrir leikinn gegn Bournemouth í gær hafði Liverpool ekki fengið vítaspyrnu í deildinni síðan gegn Watford í apríl á síðasta ári, þrátt fyrir að liðið væri með flestar snertingar inn í teig andstæðingana.

Diogo Jota fiskaði vítið er hann skaut boltanum í hendina á Adam Smith. Mohamed Salah fór á punktinn en kraftmikið skot hans fór framhjá markinu.

Klopp var spurður út í vítaspyrnutölfræði Liverpool eftir leikinn.

„Mér finnst við hafa átt að fá fleiri víti, að mér finnst. Ég get ekki sagt þér nákvæmlega hvenær við áttum að fá þau en það hafa komið upp mörg atvik.“

„Það er haldið í Mo (Salah) fyrir utan teig og hann fær ekki aukaspyrnu. Það virðist vera þannig að það sé hægt að gera hvað sem er við Mo á vellinum en það hefur ekkert með úrslitin að gera, heldur bara því þú spurðir mig um vítaspyrnuna,“
sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner