Sex leikir fara fram í íslenska boltanum í dag og þarf af tveir leikir í A-deild Lengjubikarsins.
Vestri mætir Grindavík í riðli 1 í A-deild karla klukkan 15:30. Liðin eiga ekki lengur möguleika á að komast í undanúrslitin og er þetta síðasti leikur riðilsins. Liðunum hefur ekki tekist að ná í sigur en það gæti breyst hjá öðru þeirra í dag.
Í A-deild kvenna þarf Valur að vinna FH til að eiga möguleika á að komast í undanúrslitin. Valur er aðeins með 3 stig eftir 3 leiki, sex stigum frá Þór/KA. Það er ekki bara nóg fyrir Val að vinna í dag heldur þarf liðið að vinna lokaleik sinn gegn KR og treysta á að Þór/KA tapi síðasta leik sínum gegn Selfyssingum.
Leikir dagsins:
Kjarnafæðismótið - Kvenna
19:00 Tindastóll-Völsungur (Boginn)
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 1
15:30 Vestri-Grindavík (Akraneshöllin)
Lengjubikar karla - B-deild, riðill 4
17:00 Magni-Höttur/Huginn (Boginn)
Lengjubikar karla - C-deild, riðill 1
16:15 KÁ-Uppsveitir (Ásvellir)
Lengjubikar karla - C-deild, riðill 6
16:00 Álafoss-Álftanes (Malbikstöðin að Varmá)
Lengjubikar kvenna - A-deild, riðill 1
14:00 Valur-FH (Origo völlurinn)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir