
Valur 3 - 2 FH
0-1 Colleen Kennedy ('9 )
1-1 Bryndís Arna Níelsdóttir ('47 )
2-1 Ásdís Karen Halldórsdóttir ('56 )
3-1 Bryndís Arna Níelsdóttir ('68 )
3-2 Berglind Freyja Hlynsdóttir ('90 )
Eftir tvö töp í fyrstu tveimur leikjunum hafa komið tveir sigrar í röð hjá Val í riðli eitt. Liðið lagði FH af velli í dag.
FH var með 1-0 forystu í hálfleik en Colleen Kennedy skoraði markið eftir 9 mínútna leik.
Bryndís Arna Níelsdóttir jafnaði metin strax í upphafi síðari hálfleik. Ásdís Karen Halldórsdóttir kom Val yfir áður en Bryndís skoraði sitt annað mark og þriðja mark Vals.
Berglind Freyja Hlynsdóttir náði að klóra í bakkann fyrir FH undir lokin.
Valur er í 3. sæti riðilsins með sex stig en FH í 4. sæti með þrjú stig.
Athugasemdir