Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 12. mars 2023 13:40
Brynjar Ingi Erluson
Willian: Óska þess að ég hefði aldrei farið
Mynd: Getty Images
Brasilíski leikmaðurinn Willian segist njóta lífsins hjá Fulham en hann óskar þess þó að hann hefði aldrei farið frá Chelsea fyrir þremur árum síðan.

Willian eyddi sjö árum hjá Chelsea þar sem liðið fagnaði frábærum árangri en hann yfirgaf það árið 2020 og gekk óvænt í raðir Arsenal.

Þar entist hann ekki lengi. Hann spilaði eitt tímabil áður en hann fór til heimalandsins og skrifaði undir hjá Corinthians.

Fyrir þessa leiktíð sneri hann aftur til Englands og skrifaði undir samning hjá Fulham, en hann er gríðarlega ánægður hjá félaginu þó hann sjái eftir því að hafa farið frá Chelsea.

„Já, ég óska þess að ég hefði aldrei farið. Auðvitað er auðvelt að segja það núna, en þegar ég staldra aðeins við og hugsa um allt sem var í gangi´þá segi ég oft 'Ég óska þess ég hefði aldreið farið. Svona er lífið'. Ég er ánægður hjá Fulham og nýt lífsins, svona er lífið,“ sagði Willian við Sky Sports.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner