Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 12. maí 2022 10:00
Elvar Geir Magnússon
Chiellini kveður Juventus - Með tilboð úr MLS
Chiellini hættir hjá Juventus eftir tímabilið.
Chiellini hættir hjá Juventus eftir tímabilið.
Mynd: EPA
Þá er það ljóst. Giorgio Chiellini kveður Juventus í sumar eftir 17 ára svöl hjá félaginu. Þetta staðfesti hann eftir að Juventus tapaði gegn Inter í úrslitaleik ítalska bikarsins í gær.

Chiellini er varnarmaður og verður 38 ára gamall í sumar. Framtíð hans er í óvissu en hann er með tvö tilboð úr bandarísku MLS-deildinni, annað þeirra er frá Los Angeles FC.

„Við áttum magnaðan áratug saman. Ég lagði mig alltaf allan fram fyrir félagið. Þetta er 100% mín ákvörðun. Ég er ánægður með að kveðja á þennan hátt því ég vildi ekki hætta þegar ég væri búinn á því og gæti ekki gert mitt besta," segir Chiellini.

„Ég verð allra mesti stuðningsmaður Juventus utan frá núna. Eftir svona mörg ár hjá félaginu þá er ekki annað hægt."

Chiellini varð níu sinnum Ítalíumeistari með Juventus og fimm sinnum bikarmeistari. Hann lék tvívegis í úrslitum Meistaradeildarinnar en tapaði í bæði skiptin.
Athugasemdir
banner
banner
banner